Fólk að ganga niður hringstiga

Árs- og samfélagsskýrsla Reita 2021

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Uppgjör ársins ber með sér batnandi horfur, rekstur Reita leitar í hagfelldan hefðbundinn farveg með minnkandi áhrifum faraldursins. Góður gangur var í útleigu á árinu 2021 og nýting fasteigna batnaði milli ára.

 
 

Sjálfbærni

Reitir héldu áfram að vinna að aukinni sjálfbærni í rekstrinum. Dregið hefur úr kolefnislosun og unnið er að BREEAM In-Use vottun skrifstofu Landspítala við Skaftahlíð 24. Þá hafa Reitir lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni við heimsfaraldurinn með láni á Suðurlandsbraut 34 til heilbrigðisyfirvalda.

Vandað fasteignasafn

Eignsafn Reita samanstendur af skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði og gistihúsnæði. Leigutakar eru fjölbreyttir og er stærsti hluti þeirra opinberir aðilar eða stórfyrirtæki. Reitir skipuleggja nú nokkra þróunarreiti sem geta skapað mikil verðmæti þegar fram líður.

 

Lykiltölur um eignasafn Reita

~455.000
fermetrar

~700
leigurými

~135
fasteignir

~500
viðskiptavinir